mið 26. október 2016 13:30
Elvar Geir Magnússon
Vítisenglar lömdu fótboltamann í höfuðið með hamri
Franck Semou í leik með Bröndby.
Franck Semou í leik með Bröndby.
Mynd: Getty Images
Tveir menn sem eru í mótorhjólasamtökunum Vítisenglum, Hells Angels, í Danmörku hafa verið handteknir en þeir eru taldir sekir um að hafa ráðist á Franck Semou sem lék með Bröndby.

Semou er nú samningsbundinn HamKam í Noregi en hann var laminn með hamri fyrir um mánuði síðan.

Annar mannana sem var handtekinn náðist í Svíþjóð en lögreglan þar í landi hjálpaði dönsku lögreglunni.

Samou var á heimleið frá æfingu þegar árásin átti sér stað en sprunga kom í höfuðkúpu hans eftir að hann var laminn með hamri.

Hann er á góðum batavegi en hann sagði eftir árásina: „Þeir spurðu mig hvort ég þekkti einhverja ákveðna manneskju, ég svaraði og sagðist ekki vera héðan. Annar þeirra tók mig niður meðan hinn kom aftan að mér og lamdi mig í höfuðið," segir Samou.
Athugasemdir
banner
banner
banner