Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 26. október 2016 12:00
Magnús Már Einarsson
Zlatan: Þú vilt alltaf vera stjórinn í borginni
Mynd: Getty Images
Zlatan Ibrahimovic, framherji Manchester United, vill vinna nágrannana í Manchester City í enska deildabikarnum í kvöld og hafa þannig yfirhöndina í Manchester borg.

Zlatan hefur tekið þátt í El Clasico á Spáni og grannaslag í Milanó á Ítalíu svo hann þekkir ríginn hjá stórum félögum vel.

„Þetta er leikur á milli tveggja liða úr sömu borg, annað lið er ljósblátt og hitt rautt. Þú vilt auðvitað alltaf vera stjórinn í borginni," sagði Zlatan.

„Ég hef mikla reynslu af svona leikjum. Ég hef spilað út um alla Evrópu í svipuðum leikjum, þar sem hitinn er mikill."

„Ég hef oft komið út sem sigurvegari í þessum leikjum og vonandi get ég gert það aftur núna."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner