Inter og Barcelona vilja Enzo - Isak efstur á blaði Arsenal - Man Utd vill táning frá Sporting
   fim 26. október 2017 10:19
Magnús Már Einarsson
Færeyingar neita því að vera í viðræðum við Heimi Guðjóns
Heimir í viðtali.
Heimir í viðtali.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Brandur Jacobsen, formaður færeyska félagsins Víkings í Götu, segir ekki rétt að Heimir Guðjónsson sé í viðræðum við félagið en In.fo greindi frá í gær.

Víkingur varð færeyskur meistari á dögunum en Sámal Erik Hentze heldur ekki áfram sem þjálfari liðsins. Í gær var greint frá því að Heimir væri í viðræðum við Víking en Brandur neitar því.

„Ég veit ekki hvaðan þessar fréttir komu. Við erum að ræða það í stjórninni hvað við gerum næst í þjálfaramálum. Við höfum ekki haft samband við neinn þjálfara ennþá," sagði Brandur við Fótbolta.net í dag.

„Við skoðum líklega fyrst þjálfara í Færeyjum og sjáum hvort það sé möguleiki. Við skoðum líka menn utan Færeyja. Það hefur ekkert verið ákveðið ennþá og við sjáum til hvað gerist."

Heimir Guðjónsson var rekinn frá FH fyrr í þessum mánuði eftir farsælan tíu ára feril sem þjálfari og Ólafur Kristjánsson ráðinn í hans starf.

Heimir var í viðræðum við ÍA en eins og staðan er núna er útlit fyrir að hann þjálfi ekki félag á Íslandi næsta sumar þar sem búið er að ráða í þjálfarstöður.
Athugasemdir
banner
banner