banner
   mið 26. nóvember 2014 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Gareth Bale með spænsku blótsyrðin á hreinu
Gareth Bale
Gareth Bale
Mynd: Getty Images
Gareth Bale, leikmaður Real Madrid á Spáni, segist vera með spænsku blótsyrðin á hreinu en að það taki hann þó aðeins lengri tíma að skilja tungumálið í heild sinni.

Bale hefur gengið afar vel með Real Madrid frá því hann kom til liðsins frá Tottenham fyrir metfé á síðasta ári en hann hefur unnið spænska konungsbikarinn og Meistaradeild Evrópu auk þess sem hann er afar mikilvægur liðinu.

Spænskan er öll að koma til hjá Bale en hann fer vikulega í spænskuskóla. Hann er alla vega kominn með blótsyrðin á hreint.

,,Ég er með blótsyrðin á hreinu en þegar þjálfarinn talar við allt liðið þá skil ég hann ef hann talar hægt," sagði Bale.

,,Að læra nýtt tungumál er eitthvað sem allir hafa áhuga á og ég hef frábæra afsökun til þess að læra nýtt tungumál," sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner