mið 26. nóvember 2014 18:52
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeildin - Byrjunarlið: Sanogo byrjar gegn Dortmund
Yaya Sanogo byrjar frammi og Lukas Podolski er á bekknum.
Yaya Sanogo byrjar frammi og Lukas Podolski er á bekknum.
Mynd: Getty Images
Hinn gífurlega snöggi Aubameyang er hættulegur.
Hinn gífurlega snöggi Aubameyang er hættulegur.
Mynd: Getty Images
Ronaldo er í byrjunarliði Madrídinga að vanda.
Ronaldo er í byrjunarliði Madrídinga að vanda.
Mynd: Getty Images
Það eru átta leikir á dagskrá í Meistaradeild Evrópu í kvöld og hér fyrir neðan má sjá helstu byrjunarliðin.

Stórleikur kvöldsins er án vafa viðureign Arsenal gegn Borussia Dortmund, sem mætast í toppslag D-riðils. Þjóðverjarnir eru búnir að tryggja sig áfram og þarf Arsenal jafntefli til að komast í 16-liða úrslitin.

Byrjunarliðin má sjá hér fyrir neðan þar sem báðum liðum vantar mikilvæga menn á borð við Marco Reus og Mesut Özil vegna meiðsla.

Arsenal (4-2-3-1): Martinez - Chambers, Mertesacker, Monreal, Gibbs - Arteta, Ramsey - Chamberlain, Cazorla, Alexis - Sanogo
Varamenn: Huddart, Koscielny, Bellerin, Flamini, Rosicky, Campbell, Podolski

Dortmund (4-2-3-1): Weidenfeller - Piszczek, Subotic, Ginter, Schmelzer - Gündogan, Bender - Mkhitaryan, Immobile, Großkreutz - Aubameyang
Varamenn: Langerak, Durm, Hornschuh, Kehl, Jojic, Kagawa, Ramos.

Þá eiga spænsku félögin frá Madríd að spila í kvöld, en þau áttust við í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili. Atletico á leik við Olympiakos í A-riðli og getur silfurliðið frá síðasta tímabili tryggt sig áfram í 16-liða úrslit með sigri.

Atletico Madrid (4-2-3-1): Moyà - Juanfran, Giménez, Godín, Ansaldi - Tiago, Gabi - Koke, Raúl García, Arda Turan - Mandžukić

Real Madrid heimsækir Basel til Sviss. Liðin eru í B-riðli þar sem Real er á toppnum með fullt hús stiga, Basel í öðru sæti með sex stig og botnsætinu deila Liverpool og Ludogorets sem mætast einnig í kvöld.

Real Madrid (4-2-3-1): Navas - Arbeloa, Ramos, Varane, Coentrao - Isco, Kroos - Bale, Isco, Ronaldo - Benzema
Varamenn: Casillas, Marcelo, Torró, Nacho, Medran, Illarra, Chicharito.

Liverpool (4-5-1): Mignolet - Johnson, Skrtel, K.Toure, Manquillo - Sterling, Gerrard, Lucas, Allen, Henderson - Lambert
Varamenn: Jones, Lövren, Coutinho, Moreno, Lallana, Borini, Can
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner