Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 26. nóvember 2014 22:21
Ívan Guðjón Baldursson
Rodgers: Sýndum mikinn karakter
Brendan Rodgers ætlar að einbeita sér að úrslitaleiknum gegn Basel.
Brendan Rodgers ætlar að einbeita sér að úrslitaleiknum gegn Basel.
Mynd: Getty Images
Brendan Rodgers var ánægður með frammistöðu liðsins í 2-2 jafntefli gegn Ludogorets í kvöld en svekktur með jöfnunarmark sem kom eftir hornspyrnu heimamanna.

Liverpool er með fjögur stig eftir jafnteflið og á úrslitaleik við Basel á Anfield Road í lokaumferðinni þar sem ekkert kemur til greina nema sigur vilji liðið komast í 16-liða úrslit.

,,Við sýndum mikinn karakter að koma til baka eftir að hafa lent snemma undir á erfiðum útivelli," sagði Rodgers eftir jafnteflið.

,,Við töluðum um það fyrir leik að við þyrftum að sýna karakter í þessum leik til að byrja að snúa gengi okkar við.

,,Við erum svekktir með jöfnunarmarkið þeirra en þetta skiptir ekki máli núna, við eigum úrslitaleik við Basel.

,,Við vorum ákveðnir og skoruðum góð mörk. Ludogorets er með mjög gott lið. Sterling var skipt af velli því hann var með magaverk."

Athugasemdir
banner
banner
banner