Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 26. nóvember 2014 17:30
Elvar Geir Magnússon
Victor Moses frá í átta vikur
Victor Moses er mættur á meiðslalistann.
Victor Moses er mættur á meiðslalistann.
Mynd: Getty Images
Victor Moses, sem er hjá Stoke á láni frá Chelsea, spilar ekki næstu átta vikurnar eða svo vegna meiðsla í læri.

,,Þetta eru slæmar fréttir og áfall fyrir okkur. Við munum ákveða í samráði við Chelsea hvort hann snúi aftur til þeirra í endurhæfingu eða verði hjá okkur," segir Mark Bowen, aðstoðarstjóri Stoke.

Moses er nígerískur landsliðsmaður sem gekk í raðir Chelsea fyrir 9 milljónir punda 2012 en eyddi stærstum hluta síðasta tímabils á láni hjá Liverpool.

Stuðningsmenn Stoke hafa fengið betri fréttir af varnarmanninum Marc Wilson sem lék ekki í tapinu gegn Burnley en hann ætti að geta spilað um næstu helgi.

Stoke er í 11. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og heimsækir Liverpool á laugardaginn næsta.
Athugasemdir
banner
banner
banner