Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 26. nóvember 2014 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Zlatan velur sjálfan sig fremstan ásamt Messi
Zlatan er með sitt á hreinu.
Zlatan er með sitt á hreinu.
Mynd: Getty Images
Zlatan Ibrahimovic átti gífurlega erfitt verkefni fyrir höndum þegar hann var beðinn um að velja draumalið samansett af samherjum sínum í bestu liðum Evrópu gegnum árin.

Zlatan valdi flesta samherjana frá tíma sínum hjá Juventus, eða fimm talsins, og fjóra frá Barcelona.

Hér fyrir neðan má sjá draumaliðið hans Zlatan þar sem hann sjálfur er í fremstu víglínu ásamt Lionel Messi.

Erlendir fjölmiðlar keppast við að búa til varalið sem gæti ögrað sterku liði Zlatan, en meðal leikmanna sem Svíinn sleppti úr sínu liði eru Julio Cesar, Maicon, Alessandro Nesta, Carles Puyol, Dani Alves, Luis Figo, Gennaro Gattuso, Andrea Pirlo, Wesley Sneijder, Edinson Cavani og Thierry Henry.

Samherjalið Zlatan:
Markvörður: Gianluigi Buffon (Juventus 04-06)
Hægri bakvörður: Lillian Thuram (Juventus 04-06)
Miðvörður: Thiago Silva (Milan 10-12, PSG 12-)
Miðvörður: Fabio Cannavaro (Juventus 04-06)
Vinstri bakvörður: Maxwell (Ajax 01-04, Inter 06-09, Barca 09-11, PSG 12-)
Hægri kantur: Andres Iniesta (Barcelona 09-11)
Miðjumaður: Patrick Vieira (Juventus 05-06, Inter 06-09)
Miðjumaður: Xavi (Barcelona 09-11)
Vinstri kantur: Pavel Nedved (Juventus 04-06)
Sóknarmaður: Lionel Messi (Barcelona 09-11)
Sóknarmaður: Zlatan!
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner