Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 26. nóvember 2015 15:30
Magnús Már Einarsson
Aðdaéndur mega ekki fara á útileiki í Frakklandi
Mínútu þögn var fyrir leik Englands og Frakkands á dögunum.
Mínútu þögn var fyrir leik Englands og Frakkands á dögunum.
Mynd: Getty Images
Frönsk yfirvöld hafa ákveðið að banna stuðningsmönnum að fylgja liðum í útileiki í Frakklandi þar til um miðjan desember.

Ástæðan er ótti vegna hryðjuverkanna í París fyrr í mánuðinum.

Stuðningsmenn þeirra liða sem léku á útivelli fengu ekki að mæta á leiki um síðustu helgi og nú verður áframhald á.

Franska knattspyrnusambandið hefur nú staðfest að stuðningsmenn útiliða mega ekki mæta á leiki fyrr en í fyrsta lagi um miðjan desember.

Monaco mætir Anderlecht í Evrópudeildinni í dag en stuðningsmönnum belgíska félagsins verður meinaður aðgangur að þeim leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner