fim 26. nóvember 2015 22:06
Hafliði Breiðfjörð
Bose bikarinn: Ástbjörn tryggði KR sigur á Breiðabliki
Markaskorainn Ástbjörn ræðir við Bjarna Guðjónsson þjálfara KR í kvöld.
Markaskorainn Ástbjörn ræðir við Bjarna Guðjónsson þjálfara KR í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR 1 - 0 Breiðablik
1-0 Ástbjörn Þórðarson

Þriðji leikurinn í Bose mótinu fór fram í kvöld þegar KR vann 1-0 sigur á Breiðabliki en leikið var í Egilshöll.

Leikurinn var rólegur á að horfa en eina mark leiksins kom undir lokin.

Það var þá Ástbjörn Þórðarson, ungur leikmaður KR fæddur árið 1999 sem skoraði eina markið fyrir KR.

Ástbjörn spilaði sem vinstri bakvörður hjá KR í kvöld, eða sem vængbakvörður í leikkerfinu 3-5-2.

KR spilaði með Senegalann Emmanuel Henry Gomis Mendy í hægri bakvarðarstöðunni en hann var eitt sinn á mála hjá Liverpool.

Þetta var þriðji leikurinn í mótinu. Fjölnir og Stjarnan gerðu 3-3 jafntefli í fyrsta leik og í öðru leik vann KR 1-4 sigur á Víkingi.

Næsti leikur er svo viðureign Stjörnunnar og FH næstkomandi þriðudag klukkan 20:00 í Kórnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner