Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 26. nóvember 2015 13:12
Magnús Már Einarsson
Elvar Ingi í ÍBV - Þriggja ára samningur (Staðfest)
Elvar Ingi við undirskriftina í dag.
Elvar Ingi við undirskriftina í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV hefur fengið kantmanninn Elvar Inga Vignisson í sínar raðir frá Fjarðabyggð. Þetta var tilkynnt á fréttamannafundi nú rétt í þessu.

Elvar átti eitt ár eftir af samningi sínum við Fjarðabyggð og því kaupir ÍBV hann í sínar raðir.

Hinn tvítugi Elvar er uppalinn hjá Aftureldingu í Mosfellsbæ en hann samdi við Fjarðabyggð síðastliðinn vetur.

Þar spilaði hann alla leikina í 1. deildinni í sumar og skoraði fjögur mörk.

Elvar er annar leikmaðurinn sem Eyjamenn semja við í vetur en Pablo Punyed kom til félagsins frá Stjörnunni á dögunum.

Samningur Elvars við ÍBV er til þriggja ára en Eyjaliðið hafnaði í 10. sæti Pepsi-deildarinnar á liðnu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner