Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 26. nóvember 2015 16:54
Elvar Geir Magnússon
Evrópudeildin: Birkir og Hólmar byrja
Birkir Bjarnason er í byrjunarliði Basel.
Birkir Bjarnason er í byrjunarliði Basel.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjöldi leikja hefst klukkan 18:00 í næst síðustu umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Þar á meðal er viðureign Qarabag og Tottenham í Aserbaidsjan sem sýndur verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.

Tottenham trónir á toppi J-riðils með 7 stig, Mónakó er með 6 og Anderlecht og Qarabag 4 stig.

Byrjunarlið Tottenham: Lloris (f), Trippier, Alderweireld, Vertonghen, Davies; Dier, Mason; Alli, Eriksen, Son; Kane.

Á Sport 3 er Basel - Fiorentina sýndur. Basel er með 9 stig á toppi I-riðilsins en Fiorentina í öðru sæti með 6 stig. Birkir Bjarnason er í byrjunarliði Basel.

Byrjunarlið Basel: Vailati, M. Lang, Suchý, Safari, Zuffi, B. Bjarnason, Elneny, Xhaka, Boëtius, Janko.

Íslendingaliðið Rosenborg mætir Saint-Etienne en norska liðinu hefur ekki vegnað vel í Evrópudeildinni og er með eitt stig á botni deildarinnar. Hólmar Örn Eyjólfsson er á sínum stað í hjarta varnarinnar en Matthías Vilhjálmsson á bekknum.

Byrjunarlið Rosenborg: Al. Hansen, Eyjólfsson, Björdal, Svensson, Jensen, Skjelvik, Selnæs, Konradsen, Mikkelsen, Söderlund, Helland.

Nú stendur yfir toppslagur C-riðils þar sem Krasnodar og Borussia Dortmund eigast við. Staðan er 1-0 fyrir Krasnodar í hálfleik. Landsliðsvarnarmaðurinn Ragnar Sigurðsson var í byrjunarliði rússneska liðsins og er í hjarta varnarinnar. Fylgst er með gangi mála í úrslitaþjónustu á forsíðu.
Athugasemdir
banner
banner
banner