Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 26. nóvember 2015 05:55
Arnar Geir Halldórsson
Evrópudeildin í dag - Liverpool getur farið áfram
Þessir verða í eldlínunni í kvöld
Þessir verða í eldlínunni í kvöld
Mynd: Getty Images
Ragnar mætir Dortmund að nýju
Ragnar mætir Dortmund að nýju
Mynd: Getty Images
Í dag er fimmtudagur og það þýðir að Evrópudeildin rúllar af stað með allri sinni dýrð.

Ragnar Sigurðsson og félagar í Krasnodar fá þýska stórliðið Borussia Dortmund í heimsókn í leik sem hefst klukkan fjögur. Dortmund er komið áfram en Krasnodar er í góðri stöðu í 2.sæti riðilsins

Dortmund vann fyrri leik liðanna 2-1 þar sem Ragnar lék allan leikinn í hjarta varnarinnar og náði að stöðva Pierre Emerick Aubameyang sem hefur skorað í öllum öðrum leikjum Dortmund í Evrópudeildinni.

Birkir Bjarnason og félagar hans í Basel fá Fiorentina í heimsókn á meðan nýkrýndir bikarmeistarar Rosenborgar mæta St. Etienne.

Klukkan 20:05 verður Liverpool í eldlínunni gegn Bordeaux en liðsmenn Jurgen Klopp geta tryggt sér áfram með sigri.

Helstu leikir dagsins

16:00 Krasnodar - Borussia Dortmund
18:00 Basel - Fiorentina Stöð 2 Sport 3
18:00 Qarabag - Tottenham Stöð 2 Sport
18:00 Rosenborg - St. Etienne
20:05 Celtic - Ajax Stöð 2 Sport 3
20:05 Liverpool - Bordeaux Stöð 2 Sport
20:05 Molde - Fenerbahce
Athugasemdir
banner
banner