Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 26. nóvember 2015 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
Evrópudeildin: Liverpool komið áfram - Celtic úr leik
Belginn stóri skoraði sigurmarkið gegn Bordeaux.
Belginn stóri skoraði sigurmarkið gegn Bordeaux.
Mynd: Getty Images
Liverpool tryggði sig upp úr riðlakeppni Evrópudeildarinnar með sigri á Bordeaux í kvöld.

Frönsku gestirnir komust yfir í fyrri hálfleik en heimamenn voru ekki lengi að svara og gerðu tvö mörk á lokakafla fyrri hálfleiks.

Hvorugu liði tókst að skora í þeim síðari en heimamenn voru talsvert öruggari í sínum aðgerðum og uppskáru sanngjarnan sigur. Ljóst er því að Bordeaux er úr leik og getur Liverpool einnig slegið Sion út í lokaumferðinni.

Mikil spenna er fyrir lokaumferðina í A riðli þar sem Ajax og Fenerbahce eru í harðri baráttu um 2. sætið eftir að Celtic var slegið út á heimavelli í kvöld.

Villarreal er þá búið að tryggja sig áfram ásamt Rapid Vín í E riðli og er Midtjylland nálægt því að komast upp úr D riðli þrátt fyrir tap gegn Legia frá Varsjá í kvöld.

Braga er einnig öruggt áfram en Slovan Liberec og Marseille eiga úrslitaleik um hvort liðið fer upp úr F riðli ásamt Portúgölunum í lokaumferðinni.

A riðill:
Molde 0 - 2 Fenerbahce
0-1 Fernandao ('68 )
0-2 Ozan Tufan ('84)
Rautt spjald: Knut Rindaroy, Molde ('91)

Celtic 1 - 2 Ajax
1-0 Callum McGregor ('4 )
1-1 Arkadiusz Milik ('22 )
1-2 Vaclav Cerny ('88)



B riðill:
Rubin Kazan 2 - 0 Sion
1-0 Blagoy Georgiev ('72 )
2-0 Marko Devic ('90 )
Rautt spjald:Birama Ndoye, Sion ('34)

Liverpool 2 - 1 Bordeaux
0-1 Henri Saivet ('33 )
1-1 James Milner ('38 , víti)
2-1 Christian Benteke ('45 )



C riðill:
Krasnodar 1 - 0 Borussia Dortmund
1-0 Pavel Mamaev ('2 , víti)

PAOK 0 - 0 FK Qabala



D riðill:
Legia Varsjá 1 - 0 Midtjylland
1-0 Aleksandar Prijovic ('35 )

Club Brugge 0 - 1 Napoli
0-1 Vlad Chiriches ('41 )



E riðill:
Dinamo Minsk 1 - 0 Viktoria Plzen
1-0 Nenad Adamovic ('90 )
Rautt spjald:Aleh Veratsila, Dinamo Minsk ('90)

Villarreal 1 - 0 Rapid Vín
1-0 Bruno Soriano ('78 )



F riðill:
Braga 2 - 1 Slovan Liberec
0-1 Dmitri Yefremov ('35 )
1-1 Alan ('42 )
2-1 Crislan ('92)

Marseille 2 - 1 Groningen
1-0 Georges-Kevin N'Koudou ('28 )
1-1 Hedwiges Maduro ('50 )
2-1 Michy Batshuayi ('88)
Athugasemdir
banner
banner