Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 26. nóvember 2015 17:53
Elvar Geir Magnússon
Evrópudeildin: Ragnar og félagar áfram - Unnu Dortmund
Ragnar Sigurðsson í landsleik.
Ragnar Sigurðsson í landsleik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski landsliðsmiðvörðurinn Ragnar Sigurðsson átti hörkuflottan leik fyrir rússneska liðið Krasnodar sem vann 1-0 sigur gegn Borussia Dortmund í toppslag C-riðils Evrópudeildarinnar. Ragnar lék allan leikinn.

Eftir þessi úrslit er ljóst að Krasnodar hefur tryggt sér sæti í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar þó ein umferð sé eftir af riðlakeppninni. Krasnodar fylgir Dortmund upp úr riðlinum.

Eina mark leiksins kom úr vítaspyrnu strax í byrjun en Dortmund sótti mikið í seinni hálfleik, átti meðal annars stangarskot, en náði ekki að jafna.

Í B-riðli vann Rubin Kazan 2-0 sigur gegn toppliði Sion. Liverpool getur náð efsta sæti riðilsins og tryggt sér sæti í 32-liða úrslitum ef liðið vinnur Bordeaux í leik sem hefst klukkan 20:05.

Í E-riðli vann Dinamo Minsk 1-0 sigur gegn Viktoria Plzen en þessi lið eiga ekki möguleika á að komast áfram. Rapid Vín og Villarreal sem mætast í kvöld komast upp úr riðlinum.

B-riðill:

Rubin 2 - 0 Sion
1-0 Blagoy Georgiev ('72 )
2-0 Marko Devic ('90 )
Rautt spjald: Birama Ndoye, Sion ('34)

C-riðill:

FK Krasnodar 1 - 0 Borussia D.
1-0 Pavel Mamaev ('2 , víti)

E-riðill:

Dinamo Minsk 1 - 0 Plzen
1-0 Nenad Adamovic ('90 )
Rautt spjald: Aleh Veratsila, Dinamo Minsk ('90)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner