Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 26. nóvember 2015 11:00
Magnús Már Einarsson
Fjölnir blandar sér í baráttuna um Rasmus
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er Fjölnir að blanda sér í baráttuna um Rasmus Christiansen, varnarmann KR.

Bæði Valur og ÍBV hafa verið að reyna að fá Rasmus í sínar raðir undanfarnar vikur.

Fjölnir er nú einnig að reyna að krækja í Rasmus en Grafarvogsliðið missti fyrirliðann sinn Bergsveinn Ólafsson til FH í haust.

Rasmus sagðist engar nýjar fréttir hafa þegar Fótbolti.net ræddi við hann í gær en hann er nýkominn aftur til Íslands úr þriggja vikna fríi.

Hinn 26 ára gamli Rasmus spilaði á sínum tíma með ÍBV áður en hann fór til Ull/Kisa í Noregi.

Hann gekk til liðs við KR síðastliðinn vetur en er nú væntanlega á förum eftir að Indriði Sigurðsson kom til Vesturbæjarliðsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner