Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 26. nóvember 2015 16:10
Elvar Geir Magnússon
Heimild: mbl.is 
Kiddi Jóns: Þeir eru meðvitaðir um minn leikstíl
Kristinn Jónsson.
Kristinn Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net
Tilkynnt var í morgun að sóknarbakvörðurinn Kristinn Jónsson hefur samið við Sarpsborg sem hafnaði í ellefta sæti norsku úrvalsdeildarinnar á liðnu tímabili. Kristinn yfirgefur Breiðablik en hann var einn besti leikmaður Pepsi-deildarinnar í ár.

Í viðtali við vefsíðu Morgunblaðsins segir Kristinn að það hafi verið hans markmið að komast út síðan hann fór aftur í Breiðablik fyrir ári.

„Ég ræddi þessi mál eitt­hvað við landsliðsþjálf­ar­ana í sum­ar og það er al­veg ljóst að maður þarf helst að vera að spila úti til að geta verið í hópn­um sem fer á EM. Þetta skref hjá mér er fyrst og fremst tekið til að sýna sig og sanna í norsku úr­vals­deild­inni, en það eyk­ur líka lík­urn­ar á að kom­ast í EM-hóp­inn sem hlýt­ur að vera mark­mið allra ís­lenskra fót­bolta­manna í dag," segir Kristinn sem á fjóra A-landsleiki að baki.

Kristinn segir að hjá Sarpsborg sjái menn fyrir sér að taka skref upp á við og enda í 5. - 10. sæti næsta tímabil. Hann býst við að fá að taka virkan þátt í sóknarleiknum sem er hans helsta vopn en Sarpsborg spilar með tígulmiðju og því gott pláss fyrir bakverðina að koma fram.

„Þeir eru meðvitaðir um minn leikstíl. Þeir komu á leiki hjá mér í sum­ar og þekkja vel til minna styrk­leika. Þjálf­ar­inn talaði um það að hann vildi bakvörð sem gæti komið fram­ar á völl­inn, en einnig var­ist, sem hent­ar mér mjög vel."
Athugasemdir
banner
banner
banner