Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 26. nóvember 2015 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Klopp: Hélt Mignolet á boltanum í 20 sekúndur?
Mynd: Getty Images
Liverpool sló Bordeaux úr Evrópudeildinni er liðin mættust á Anfield Road fyrr í kvöld.

Sigurinn tryggir Liverpool áfram í 32-liða úrslitin en James Milner og Christian Benteke skoruðu eftir opnunarmark Henri Saivet.

„Það eru engar slæmar fréttir í kvöld því við vissum það fyrir leikinn að þetta Bordeaux lið er miklu betra en það hefur sýnt á tímabilinu," sagði Klopp eftir sigurinn.

„Fyrri hálfleikurinn var betri en sá seinni. Við töpuðum boltanum í erfiðum stöðum og gerðum þetta að óþarflega opnum leik."

Gestirnir komust yfir með marki eftir óbeina aukaspyrnu sem var dæmd þegar Simon Mignolet hélt boltanum of lengi í stað þess að sparka honum út. Klopp ætlaði að kvarta undan undarlegum ákvörðunum dómarans en hætti við eftir að fréttamenn sögðu honum hversu lengi Mignolet hafi haldið á boltanum.

„Það voru nokkrar skrítnar ákvarðanir myndi ég segja. Vonandi er það ekki of harkalegt af mér að tala um þær sem skrítnar.

„Hélt hann á boltanum í 20 sekúndur? Ó, allt í lagi. Venjulega er ekki dæmt á svona."

Athugasemdir
banner