Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 26. nóvember 2015 11:01
Magnús Már Einarsson
Kristinn Jónsson til Sarpsborg (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net
Vinstri bakvörðurinn Kristinn Jónsson hefur gengið til liðs við norska félagið Sarpsborg 08 frá Breiðabliki.

Kristinn skrifaði undir tveggja ára samning við Sarpsborg en liðið endaði í 11. sæti í norsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.

Hinn 25 ára gamli Kristinn var frábær með Blikum á síðasta tímabili en hann var valinn í lið ársins hjá Fótbolta.net.

„Það verður mikil blóðtaka fyrir Blikaliðið að missa Kristinn enda var einn besti leikmaður Pepsí-deildarinnar síðasta sumar," segir á Blikar.is.

Kristinn fékk reynslu í atvinnumennsku sumarið 2014 þegar hann spilaði með Brommapojkarna í Svíþjóð og hann ætlar nú að reyna fyrir sér í Noregi.

Kristinn hefur verið viðloðandi íslenska landsliðshópinn og er að berjast um sæti í 23-manna hópnum fyrir EM í Frakklandi næsta sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner