fim 26. nóvember 2015 09:30
Magnús Már Einarsson
Man Utd fylgist með Hummels
Powerade
Mats Hummels.
Mats Hummels.
Mynd: Getty Images
Þá er komið að daglega slúðurpakkanum hér á Fótbolta.net.



Chelsea ætlar að ákveða á næstu tveimur vikum hvort félagið kaupi nýjan framherja í janúar til að taka við af Diego Costa. (Guardian)

Framtíð Gary Cahill hjá Chelsea er í óvissu. Cahill verður þrítugur í næsta mánuði og Chelsea vill einungis framlengja samning við hann um eitt ár. (Times)

Manchester City hefur hafnað tíu milljóna punda tilboði frá Juventus í Samir Nasri. (Daily Mirror)

Juventus er að íhuga tilboð í Isco leikmann Real Madrid en Arsenal hefur líka áhuga. (Talksport)

Steve McClaren, stjóri Newcastle, er brjálaður yfir hugarfari leikmanna í hópnum. (Daily Telegraph)

McClaren vill fá Andros Townsend frá Tottenham og Jonjo Shelvey frá Swansea. (Daily Mail)

Arsene Wenger vill fá Lars Bender, miðjumann Bayer Leverkusen, til Arsenal í janúar. (Calciomercato)

Wenger hitti á dögunum Edu, fyrrum leikmann Arsenal og núverandi yfirmann fótboltamála hjá Corinthians. Þeir ræddu um möguleg félagaskipti Alexandre Pato til Arsenal. (Metro)

Manchester United er ennþá að fylgjast með Mats Hummels varnarmanni Borussia Dortmund. (Bild)

Sven-Goran Eriksson hefur sagt Wayne Rooney að Kína yrði frábær staður til að enda ferilinn á. (Evening Standard)

Gerard Deulofeu vill vera áfram hjá Everton í mörg ár en hann segist ekki vera á leið aftur til Barcelona. (Liverpool Echo)

Crystal Palace er að íhuga 14 milljóna punda tilboð í Islam Slimani, framherja Sporting Lisabon. (Daily Mirror)

Cardiff gæti gengið Liam Bridcutt miðjumann Sunderland á láni. (Sunderland Echo)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner