Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 26. nóvember 2015 06:00
Arnar Geir Halldórsson
Meistaradeildin: Níu lið komin áfram - Úrslitin ráðin í þrem riðlum
Hulk og félagar eru með fullt hús stiga
Hulk og félagar eru með fullt hús stiga
Mynd: Getty Images
Níu lið eru búin að tryggja sér áframhaldandi þátttöku í Meistaradeild Evrópu þegar ein umferð er eftir af riðlakeppninni.

Mesta spennan fyrir lokaumferðina er í riðlum B, G og I þar sem þrjú lið eiga enn möguleika á að komast áfram.

Í A, C, og D-riðli eru toppsætin tvö hinsvegar ráðin en í þeim riðlum er barist um þriðja sætið sem gefur keppnisrétt í Evrópudeildinni.

Arsenal, Man Utd og Chelsea eru öll með bakið upp við vegg fyrir lokaumferðina og þurfa tvö fyrrnefndu liðin sigur á útivelli í lokaumferðinni en Chelsea er í öllu betri stöðu.

Ríkjandi Evrópumeistarar Barcelona hafa tryggt sér sigur í E-riðli og eru taplausir það sem af er líkt og erkifjendur þeirra í Real Madrid. Ítalska meistaraliðið Juventus er einnig taplaust en rússneska stórliðið Zenit frá Pétursborg er eina liðið í keppninni sem hefur unnið alla leiki sína í riðlakeppninni hingað til.

Liðin sem eru komin í 16-liða úrslit

Real Madrid
PSG
Benfica
Atletico Madrid
Juventus
Manchester City
Barcelona
Bayern Munchen
Zenit
Athugasemdir
banner
banner
banner