Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 26. nóvember 2015 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Myndband: Stuðningsmenn PSV tóku Toure-lagið á Trafford
Mynd: EPA
PSV mætti á Old Trafford og náði í mikilvægt jafntefli í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Stuðningsmenn hollensku meistaranna voru í góðu skapi og heyrðist hátt í þeim allan leikinn, en líka fyrir og eftir leik.

Hér fyrir neðan má sjá þegar stuðningsmenn PSV, sem ferðuðust til Manchester fyrir leikinn, taka Toure-lagið vinsæla þar sem skipst er á að syngja nöfn bræðranna Yaya og Kolo Toure.

Jafnteflið gegn Man Utd þýðir að PSV getur tryggt sig áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar með sigri á heimavelli gegn CSKA frá Moskvu.

Til gamans má geta að bræðurnir Yaya og Kolo leika með tveimur af helstu erkifjendum Rauðu djöflanna, Manchester City og Liverpool.




Athugasemdir
banner
banner
banner