Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 26. nóvember 2015 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Utandeildarlið fær 20 milljónir vegna sölu Forster
100 þúsund pund er svipaður peningur og Forster fær í vasann á hverjum mánuði eftir skatt.
100 þúsund pund er svipaður peningur og Forster fær í vasann á hverjum mánuði eftir skatt.
Mynd: Getty Images
Enska utandeildarliðið Stocksfield FC fær 100 þúsund pund vegna kaupa Southampton á Fraser Forster frá Celtic fyrir 10 milljónir punda þarsíðasta sumar.

Forster er 27 ára gamall markvörður og á 3 landsleiki að baki fyrir England. Hann lék fyrir Stocksfield í sjö ár, frá því hann var átta ára og þar til hann varð fimmtán.

Fimmtán ára gamall fór hann til Newcastle en náði aldrei að brjótast inn í byrjunarliðið og var seldur til Celtic sex árum síðar.

Stocksfield er fyrst núna að fá greitt fyrir félagsskipti markvarðarins vegna þess að það tók marga mánuði að finna nauðsynleg gögn til að sanna fram á að Forster hafi í raun spilað fyrir félagið á sínum yngri árum, en þau fundust að lokum á háalofti eins þjálfara liðsins.

„Þetta er ótrúlegt, við erum gífurlega spenntir fyrir framhaldinu, það er ótrúlegt að hugsa til þess að pinulítið utandeildarfélag hafi þetta fjármagn undir höndunum, við erum himinlifandi," sagði Phil Murray, sem er bæði framkvæmdastjóri og þjálfari hjá félaginu.

„Við bjuggumst við einhverjum smá pening, kannski 1000 pundum, en þegar við fórum í gegnum öll gögnin áttuðum við okkur á því að kannski myndi meira renna í okkar í hlut. Það var bara í síðustu viku sem við fengum staðfestingu á því hversu mikill peningur það væri og það hefur verið algjörlega yfirþyrmandi fyrir okkur.

„Við höfum spennandi framkvæmdir í huga, við viljum bæta æfingasvæðið og ráða nokkra þjálfara til viðbótar."

Athugasemdir
banner
banner