Unglingalandsliðsmaðurinn Axel Andrésson hefur verið lánaður frá Reading í Bath City, sem leikur í sjöttu efstu deildinni á Englandi.
Axel, sem er 18 ára gamall, hefur undanfarin ár leikið með unglingaliðum Reading eftir að hafa komið frá Aftureldingu árið 2014.
Axel, sem er 18 ára gamall, hefur undanfarin ár leikið með unglingaliðum Reading eftir að hafa komið frá Aftureldingu árið 2014.
Hann mun nú fá tækifæri til þess að sýna sig í meistaraflokksbolta á Englandi með Bath City, en þeir leika eins og áður segir í sjöttu efstu deild Englands, en hún er tvískipt.
Axel gæti leikið sinn fyrsta leik með Bath í dag þegar liðið mætir Basingstoke og það er spennandi að sjá hvort að hann hoppi beint inn í byrjunarliðið.
Axel á 21 landsleik fyrir U17 ára landslið Íslands og þá á hann sjö landsleiki að baki fyrir U19 ára landsliðið.
Lánssamningurinn gildir í mánuð.
LOAN SIGNING: City have signed Icelandic central defender Axel Andresson on a months loan from @ReadingFC. Info - https://t.co/ovNS8qW7TK pic.twitter.com/zXtI88eWMl
— Bath City FC (@BathCity_FC) November 25, 2016
Athugasemdir