Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   lau 26. nóvember 2016 08:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Axel Andrésson lánaður til Bath City (Staðfest)
Axel (hér til vinstri) er kominn til Bath
Axel (hér til vinstri) er kominn til Bath
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Unglingalandsliðsmaðurinn Axel Andrésson hefur verið lánaður frá Reading í Bath City, sem leikur í sjöttu efstu deildinni á Englandi.

Axel, sem er 18 ára gamall, hefur undanfarin ár leikið með unglingaliðum Reading eftir að hafa komið frá Aftureldingu árið 2014.

Hann mun nú fá tækifæri til þess að sýna sig í meistaraflokksbolta á Englandi með Bath City, en þeir leika eins og áður segir í sjöttu efstu deild Englands, en hún er tvískipt.

Axel gæti leikið sinn fyrsta leik með Bath í dag þegar liðið mætir Basingstoke og það er spennandi að sjá hvort að hann hoppi beint inn í byrjunarliðið.

Axel á 21 landsleik fyrir U17 ára landslið Íslands og þá á hann sjö landsleiki að baki fyrir U19 ára landsliðið.

Lánssamningurinn gildir í mánuð.



Athugasemdir
banner
banner
banner