Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 26. nóvember 2016 21:00
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Belgía: Ari Freyr og Sverrir Ingi spiluðu í fyrsta sigri Rúnars
Rúnar stjórnaði Lokeren til sigurs í fyrsta skipti
Rúnar stjórnaði Lokeren til sigurs í fyrsta skipti
Mynd: Kristján Bernburg
Landsliðsmennirnir Ari Freyr Skúlason og Sverrir Ingi Ingason spiluðu báðir allan leikinn fyrir Lokeren í belgísku úrvalsdeildinni en Rúnar Kristinsson þjálfar liðið.

Lokeren tók á móti St. Truiden 16. umferð belgísku úrvalsdeildarinnar í dag. Fyrir leik liðanna voru bæði liðin neðarlega í deildinni. Lokeren í 13. sæti en St. Truiden í 15. sæti, einu sæti fyrir ofan fallsæti.

Þjálfari Lokeren, Rúnar Kristinsson var með Ara Frey og Sverri Inga í vörninni hjá sínu liði og nældi Ari sér í gult spjald í fyrri hálfleik.

Lokeren sigraði leikinn 1-0 og fara upp um eitt sæti í deildinni. Þetta var fyrsti sigurleikur Rúnars við stjórnvölinn hjá Lokeren.
Athugasemdir
banner
banner