Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 26. nóvember 2016 11:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Burnley og Man City: Jói Berg heldur sæti sínu
Fylgst með gangi mála á úrslitaþjónustu á forsíðu
Jóhann Berg er fastamaður hjá Burnley
Jóhann Berg er fastamaður hjá Burnley
Mynd: Getty Images
Hádegisleikurinn í ensku úrvalsdeildinni þennan laugardaginn er leikur Burnley og Manchester City á heimavelli fyrrnefnda liðsins. Byrjunarliðin fyrir leikinn eru klár og þau er hægt að sjá hér að neðan.

Stærstu liðsfréttirnar eru þær að reynsluboltinn Paul Robinson, varamarkvörður Burnley, byrjar í dag. Hann leysir Tom Heaton af hólmi, en Heaton er að glíma við meiðsli í kálfa. Jóhann Berg Guðmundsson er á sínum stað í byrjunarliði Burnley.

Yaya Toure heldur sæti sínu í byrjunarliðinu hjá Man City eftir að hafa skorað tvö gegn Crystal Palace um síðustu helgi. Hann byrjar sem fremsti maður á miðju í stað Kevin de Bruyne, sem er á bekknum.

Sóknarmaðurinn Sergio Aguero byrjar líka, en hann var talinn tæpur fyrir leikinn. Það vantar John Stones og Vincent Kompany í vörnina hjá City, en í þeirra stað byrja Otamendi og Kolarov.

Hér að neðan má sjá bæði byrjunarliðin í heild sinni.

Byrjunarlið Burnley: Robinson, Lowton, Keane, Mee, Ward, Gudmundsson, Marney, Defour, Boyd, Hendrick, Vokes.
(Varamenn: Flanagan, Gray, Barnes, Kightly, Tarkowski, Pope, Arfield)

Byrjunarlið Man City: Bravo, Sagna, Otamendi, Kolarov, Clichy, Fernandinho, Fernando, Sterling, Toure, Nolito, Aguero.
(Varamenn: Zabaleta, Caballero, Jesus Navas, De Bruyne, Sane, Silva, Iheanacho)

Stöð 2 Sport sýnir leikinn í beinni en fylgst verður með gangi mála í úrslitaþjónustu á forsíðu Fótbolta.net.







Athugasemdir
banner
banner
banner