Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 26. nóvember 2016 16:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Chelsea og Tottenham: Eins og búist var við
Costa hefur verið sjóðandi heitur upp á síðkastið. Hvað gerir hann í dag?
Costa hefur verið sjóðandi heitur upp á síðkastið. Hvað gerir hann í dag?
Mynd: Getty Images
Stórleikur helgarinnar í enska boltanum er leikur Chelsea og Tottenham á Stamford Bridge. Sá leikur hefst klukkan 17:30 og byrjunarliðin eru klár, en þau má sjá hér að neðan.

Það er mikið í húfi, en það er ekki aðeins um grannaslag að ræða heldur eigast við topplið deildarinnar (fyrir þessa umferð) og eina liðið í deildinni sem hefur ekki tapað leik.

Antonio Conte, stjóri Chelsea, teflir sama liði og hann hefur gert í síðustu sex leikjum með góðum árangri, en Brasilíumaðurinn Willian er kominn aftur inn í hópinn.

Það eru nokkrir leikmenn að glíma við meiðsli hjá Tottenham og þá eru Danny Rose og Ben Davies í leikbanni. Byrjunarliðið er það sama og Guardian spáði fyrir.

Byrjunarlið Chelsea: Courtois, Azpilicueta, David Luiz, Cahill, Moses, Kante, Matic, Alonso, Pedro, Diego Costa, Hazard.
(Varamenn: Begovic, Ivanovic, Chalobah, Oscar, Fabregas, Willian, Batshuayi)

Byrjunarlið Tottenham: Lloris, Walker, Dier, Vertonghen, Wimmer, Wanyama, Dembele, Eriksen, Dele, Son, Kane.
(Varamenn: Vorm, Trippier, Carter-Vickers, Winks, Onomah, Nkoudou, Janssen)

Leikurinn er í beinni á Stöð 2 Sport en það hægt að fylgjast með gangi mála á úrslitaþjónustu á forsíðu Fótbolta.net.







Athugasemdir
banner
banner
banner