lau 26. nóvember 2016 17:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Championship: Öll Íslendingaliðin þurftu að sætta sig við tap
Aron Einar lagði upp fyrir Cardiff City
Aron Einar lagði upp og fékk gult spjald hjá Cardiff
Aron Einar lagði upp og fékk gult spjald hjá Cardiff
Mynd: Getty Images
Hörður Björgvin og félagar hafa tapað tveimur leikjum í röð
Hörður Björgvin og félagar hafa tapað tveimur leikjum í röð
Mynd: Getty Images
Þetta var ekki dagur Íslendingaliðanna í Championship-deildinni á Englandi, en öll þau lið sem eru með íslenska leikmenn innanborðs þurftu að sætta sig við tap í þeim leikjum sem voru spilaðir í dag.

Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson spilaði allan leikinn hjá Cardiff City sem tapaði 3-1 gegn Aston Villa á útivelli.

Aron Einar hefur verið fastamaður hjá Cardiff síðan Neil Warnock tók við liðinu, en hann lagði upp mark Cardiff í dag fyrir Rickie Lambert og þá tókst honum einnig að næla sér í gult spjald á 78. mínútu.

Ragnar Sigurðsson var allan tímann í vörninni hjá Fulham sem tapaði 2-1 gegn Brighton. Ragnar fékk líkt og landsliðsfyrirliðinn að líta gula spjaldið, en hann fékk sitt snemma í seinni hálfleiknum.

Þá töpuðu Hörður Björgvin Magnússon og hans liðsfélgar í Bristol City gegn Reading. Hörður Björgvin spilaði allan leikinn líkt og vanalega.

Að lokum tapaði svo Wolves gegn Sheffield Wednesday með tveimur mörkum gegn engu. Jón Daði Böðvarsson byrjaði hjá Wolves, en var skipt af velli þegar stundarfjórðungur var eftir.

Aston Villa 3 - 1 Cardiff City
1-0 Albert Adomah ('24 )
1-1 Rickie Lambert ('28 )
2-1 Jonathan Kodjia ('39 )
3-1 Rudy Gestede ('90 , víti)
Rautt spjald: Lee Peltier, Cardiff City ('84 )

Brentford 1 - 2 Birmingham
0-1 Clayton Donaldson ('14 , víti)
0-2 Ryan Shotton ('63 )
1-2 Scott Hogan ('77 )

Brighton 2 - 1 Fulham
0-1 Kevin McDonald ('18 )
1-1 Sam Baldock ('52 )
2-1 Glenn Murray ('79 )

Derby County 1 - 0 Norwich
1-0 Bradley Johnson ('65 )

Ipswich Town 3 - 0 QPR
1-0 Grant Ward ('13 )
2-0 Luke Varney ('54 )
3-0 Thomas Lawrence ('61 )

Newcastle 0 - 1 Blackburn
0-1 Charlie Mulgrew ('75 )

Preston NE 1 - 1 Burton Albion
0-1 Jackson Irvine ('23 )
1-1 Callum Robinson ('45 )

Reading 2 - 1 Bristol City
1-0 Garath McCleary ('13 )
2-0 Roy Beerens ('19 )
2-1 Gary O'Neil ('87 )

Wolves 0 - 2 Sheffield Wed
0-1 Fernando Forestieri ('15 , víti)
0-2 Kieran Lee ('29 )

Enska C-deildin:
Eggert Gunnþór Jónsson var allan tímann á bekknum hjá Fleetwood Town sem gerði 2-2 jafntefli gegn AFC Wimbledon. Fleetwood er í áttunda sæti með 29 stig.

Leikur Rotherham United og Leeds United hefst klukkan 17:30.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner