Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 26. nóvember 2016 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: SPORT 
Barcelona mun ræða við Messi um „eilífðarsamning"
Lionel Messi er einn besti fótboltamaður allra tíma
Lionel Messi er einn besti fótboltamaður allra tíma
Mynd: Getty Images
Stjórnarmenn Barcelona ætla að setjast niður með stjórstjörnunni Lionel Messi eftir El Clasico-leikinn gegn Real Madrid um næstu helgi og ætla þeir að ræða við hann um að gera samning út leikmannaferilinn.

Núgildandi samningur hjá hinum 29 ára gamla Messi rennnur út eftir næsta tímabil, en það er að sjálfsögðu mikill vilji fyrir því hjá Börsungum að endursemja við Messi.

Núna segja fréttir á Spáni frá því að stjórnarmenn hjá Barcelona muni setjast niður með Messi og föður hans eftir stórleikinn um næstu helgi.

Samkvæmt spænska dagblaðinu SPORT er Josep Maria Bartomeu, forseti Barcelona, búinn að ræða við föður Messi, sem er líka umboðsmaður hans, og líklegt þykir að leikmanninum verði boðinn „eilífðarsamningur" hjá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner