Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 26. nóvember 2016 11:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Guardian 
Defoe lifir heilsusamlegu lífi til að lengja ferilinn
Defoe er mikill markaskorari
Defoe er mikill markaskorari
Mynd: Getty Images
Jermain Defoe, sóknarmaður Sunderland, er einn mesti markaskorari sem enska úrvalsdeildin hefur kynnst. Hann skoraði sitt 150. deildarmark um síðustu helgi og hann stefnir hærra.

Defoe, sem mætir með liði sínu á Anfield í dag, stefnir á að komast yfir Michael Owen, fyrrum framherja Liverpool, en þeir eru núna báðir með 150 mörk.

„Það yrði gott að komast yfir Michael með 151 mark," segir Defoe í viðtali við The Guardian. „Mitt næsta markmið væri svo að komast nær Robbie Fowler sem er með 163 mörk. Svo eru það Thierry Henry með 175 mörk og Frank Lampard, sem er með 177 mörk."

Defoe, sem hefur aldrei verið á mála hjá stórliði ef svo má segja, segir að heilsusamlegt líf hjálpi honum mikið. Hann snertir aldrei áfengi, segir nei við súkkulaði og borðar mikið af laxi og gufusoðnu grænmeti.

„Ég vil bara halda áfram að spila, ég elska fótbolta og mér líður ekki eins og ég sé orðinn 34 ára gamall," segir Defoe. „Mér líður ekki eins og ég sé að verða eldri."

Defoe segir að sín besta ákvörðun sé að drekka ekki áfengi.

„Ég drekk aldrei. Ég hef aldrei sagt þetta áður, en faðir minn var vanur að drekka mikið þannig að það er ein ástæðan fyrir því að ég drekk ekki."

„En ég er alls ekki engill. Ég geri marga hluti vitlaust - ég held að fólk hafi lesið um það í blöðunum, en ég reyni að gera réttu hlutina á réttum tíma," segir Defoe að lokum.

Leikur Liverpool og Sunderland hefst klukkan 15:00 í dag og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner