Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 26. nóvember 2016 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England í dag - Nær Chelsea að halda sér á toppnum?
Það hefur gengið vel hjá bláliðum upp á síðkastið
Það hefur gengið vel hjá bláliðum upp á síðkastið
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildin heldur áfram að rúlla um helgina, en á dagskrá í dag eru sex leikir. Þeir eru hluti af 13. umferð deildarinnar sem verður leikin um helgina.

Dagurinn í dag hefst með leik Burnley og Manchester City á heimavelli fyrrnefnda liðsins. Jóhann Berg Guðmundsson og liðsfélagar hans í Burnley töpuðu stórt í síðasta leik og þeir munu eflaust gera allt til þess að vinna Man City, sem kemst á toppinn með sigri.

Klukkan 15:00 hefjast fjórir leikir og þar er sjónvarpsleikurinn á milli Liverpool og Sunderland, en liðin eru á mjög mismunandi stöðum í töflunni. Liverpool er í öðru sæti fyrir leiki dagsins, en andstæðingar þeirra í Sunderland eru í næstneðsta sæti.

Það eru eins og áður segir fjórir leikir klukkan 15:00, en að auki þess leiks sem var nefndur áðan þá tekur Hull á móti West Brom, Englandsmeistarar Leicester mæta nýliðum Middlesbrough og þá er um sankallaðan sex stiga leik að ræða hjá Swansea og Crystal Palace.

Lokaleikur dagsins er svo stórleikur helgarinnar. Þá mætir topplið Chelsea nágrönnum sínum í Tottenham í Lundúnarslag. Chelsea-menn eru á toppnum fyrir þessa umferð, en Tottenham er aðeins fjórum stigum á eftir í fimmta sæti.

Laugardagur 26. nóvember
12:30 Burnley - Manchester City (Stöð 2 Sport)
15:00 Hull City - West Brom
15:00 Leicester - Middlesbrough
15:00 Liverpool - Sunderland (Stöð 2 Sport)
15:00 Swansea - Crystal Palace
17:30 Chelsea - Tottenham (Stöð 2 Sport)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner