Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 26. nóvember 2016 16:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Liverpol á toppinn - Sturlaður sigur Gylfa og félaga
Leikmenn Liverpol fagna hér markinu sem Origi skoraði
Leikmenn Liverpol fagna hér markinu sem Origi skoraði
Mynd: Getty Images
Llorente var hetja Swansea
Llorente var hetja Swansea
Mynd: Getty Images
Dramatíkin var í hámarki í þeim leikjum sem hófust klukkan 15:00 í ensku úrvalsdeildinni. Þréttanda umferð ensku úrvalsdeildarinnar rúllar um helgina og þetta voru leikir í þeirri umferð.

Sjónvarpsleikurinn var á milli Liverpool og Sunderland, en eins og ráð var gert fyrir þá stjórnaði Liverpool leiknum. Þeir áttu hins vegar í erfiðleikum með að koma boltanum í netið, en það tókst loksins þegar korter var eftir af leiknum. Þá skoraði varamaðurinn Divock Origi og áður en leiknum lauk náði James Milner að bæta við marki úr vítaspyrnu.

Lokatölur á Anfield því 2-0 fyrir Liverpool sem eru komnir í toppsætið, allavega í bili. Það gengur hins vegar ekki jafnvel hjá David Moyes og hans mönnum í Sunderland, en þeir eru í fallsæti með átta stig.

Einhver ótrúlegasti leikur ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi, leyfi ég mér að fullyrða, átti sér stað á Liberty-vellinum í Wales í dag þegar Swansea og Crystal Palace mættust.

Crystal Palace komst yfir, en Gylfi Þór Sigurðsson jafnaði með marki úr aukaspyrnu. Staðan var 1-1 í hálfleik, en Hollendingurinn Leroy Fer setti tvö mörk um miðjan seinni hálfleikinn og kom Swansea í 3-1 og virtist vera að klára leikinn.

Svo var aldeilis ekki því gestirnir svöruðu með þremur mörkum og komust í 4-3. Þarna héldu margir að þetta væri búið, en svo var heldur ekki því Spánverjinn Fernando Llorente, sem hafði komið af bekknum, setti tvö mörk fyrir Swansea í uppbótartíma og tryggði þeim sigurinn á ótrúlegan hátt; lokatölur 5-4 fyrir Swanea í þessum ruglaða leik.

Hinir tveir leikirnir sem voru spilaðir á sama tíma enduðu í jafnteflum. Hull og West Brom gerðu 1-1 jafntefli og Leicester og Middlesbrough skildu jöfn, 2-2, þar sem jöfnunarmark Englandsmeistara Leicester kom úr vítaspyrnu í uppbótartíma.

Liverpool 2 - 0 Sunderland
1-0 Divock Origi ('75 )
2-0 James Milner (víti 90)

Swansea 5 - 4 Crystal Palace
0-1 Wilfred Zaha ('19 )
1-1 Gylfi Sigurdsson ('36 )
2-1 Leroy Fer ('66 )
3-1 Leroy Fer ('69 )
3-2 James Tomkins ('75 )
3-3 Jack Cork ('82 , sjálfsmark)
3-4 Christian Benteke ('84 )
4-4 Fernando Llorente ('90 )
5-4 Fernando Llorente ('90 )

Hull City 1 - 1 West Brom
0-1 Gareth McAuley ('34 )
1-1 Michael Dawson ('72 )

Leicester City 2 - 2 Middlesbrough
0-1 Alvaro Negredo ('13 )
1-1 Riyad Mahrez ('33 , víti)
1-2 Alvaro Negredo ('71 )
2-2 Islam Slimani ('90 , víti)

Stigatöfluna í deildinni má sjá hér að neðan, en það gæti tekið smá tíma fyrir hana að uppfæra sig.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner