Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 26. nóvember 2016 11:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Daily Telegraph 
Eva læknir: Mikil mismunun í fótbolta
Eva ræðir hér við Diego Costa
Eva ræðir hér við Diego Costa
Mynd: Getty Images
Það er orðið frekar langt síðan það heyrðist síðast í Evu Carneiro, lækninum sem hætti störfum hjá Chelsea, eftir rifrildi við Jose Mourinho, þáverandi stjóra Chelsea, í fyrra.

Eva hætti störfum hjá Chelsea eftir að Mourinho brjálaðist þegar hún hljóp inn á völlinn til að huga að meiðslum Eden Hazard í leik Chelsea og Swansea í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta leiktímabili.

Hún ákvað að lögsækja bæði Mourinho og félagið og hún náði samkomulagi við báða aðila. Hennar fyrsta viðtal eftir dómsmálið var birt hjá Daily Telegraph í gær, en þar talaði hún mikið um mismunun sem á sér stað í fótbolta.

„Það er eitt að segja 'við munum binda endi á mismunun' og ég held að það sé almennt viðurkennt að það er mikil mismunun í íþróttinni," sagði Carneiro.

„Það er almennt viðurkennt að það eru vandamál til staðar í fótboltanum hvað varðar mismunun. Mér líður virkilega þannig, en ég held að kynjamisrétti sé eitt minnsta vandamálið hjá fólki í þessu."

„Ýmis hatursummæli og kynþáttarfordómar eru víða fordæmdir, en ég held að sú sé ekki raunin með kynjamisrétti, og það vekur upp spurningu (um) hvað það hvað það fer mikið fram á bak við tjöldin."
Athugasemdir
banner
banner
banner