Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 26. nóvember 2016 10:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Guardian 
Forsvarsmenn hjá Crewe vissu af ásökunum um misnotkun
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Heimavöllur Crewe
Heimavöllur Crewe
Mynd: Getty Images
For­svars­menn enska liðsins Crewe vissu á ákveðnum tímapunkti að Barry Benn­ell, fyrrum barna- og unglingaþjálfari hjá félaginu, hafði verið sakaður um kyn­ferðis­lega mis­notk­un. Benn­ell hélt engu að síður áfram að þjálfa liðið árum sam­an, en þetta hefur Guar­di­an eft­ir fyrr­um stjórnarmanni félagsins.

Nokkrir fyrrum fótboltamenn hafa stigið upp á undanförnum dögum og tilkynnt um kynferðislega misnotkun af þjálfurum í yngri flokkum, en Bennell hefur verið miðpunkturinn í öllu þessu. Hann fékk fjögurra ára dóm fyrir að nauðga breskum strák í fótboltaferð í Flórída 1994 og svo níu ára dóm fyrir 23 brot gegn sex strákum á Englandi 1998. Honum var svo stungið í fang­elsi í þriðja sinn í fyrra er hann játaði að hafa beitt dreng of­beldi í fót­bolta­búðum árið 1980.

Hamilton Smith, sem var í nokkur ár í stjórn Crewe, segir að það hafi verið mikið rætt um að reka Bennell á sínum tíma, en ekki hafi fundist nægar sannanir fyrir því sem hann hafi átt að sök. Hann segist vera reiður yfir stöðunni núna.

„Ég er ótrúlega reiður að félagið skyldi vísa þessum ásökunum um Bennell á bug," sagði Smith. „Þetta var rætt á efsta stigi félagsins og, eins mikið og ég reyndi að leysa þetta, þá gat ég það því miður ekki. Ég hræðist að hugsa um það hversu mörg fórnarlömb það eru."

Andy Woodw­ard var sá fyrsti sem steig fram. Hann sagði frá því að þegar hann var barn hefði Benn­ell beitt sig grófu of­beldi. Í gær komu svo tveir fyrrum fótboltamenn til viðbótar, Chris Unsworth og Ja­son Dun­ford, fram op­in­ber­lega og sögðu frá sinni reynslu. Unsworth seg­ist aldrei hafa sagt nokkr­um manni frá of­beld­inu fyrr en nú, en Benn­ell nauðgaði hon­um allt að hundrað sinn­um.

For­svars­menn ensku úr­vals­deild­ar­inn­ar hafa lýst yfir áhyggj­um af ásök­un­un­um og hafa hvatt alla sem búa yfir upp­lýs­ing­um til að gefa sig fram. Þá hafa barna­vernd­ar­sam­tök­in NSPCC virkjað sér­staka neyðarlína fyr­ir fórn­ar­lömb eft­ir að mis­notk­un­in var gerð op­in­ber.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner