Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 26. nóvember 2016 14:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Daily Mail 
Gistu á heimavelli Everton til að safna pening fyrir heimilislausa
Það var gist á vellinum
Það var gist á vellinum
Mynd: Getty Images
Leikmenn úr U23 ára liði Everton ákváðu að gista á Goodison Park, heimaveli Everton, í von um að safna nokkrum aurum fyrir heimilislausa.

Allur hópurinn hjá U23 ára liðinu hélt á heimavöll Everton ásamt nokkrum stuðningsmönnum og nokkrum meðlimum úr þjálfaraliðinu og gistu þar til þess að safna pening fyrir gott málefni.

Markmiðið hjá strákunum var að safna 230 þúsund pundum, en planið er að kaupa hús fyrir utan Goodison Park og gera heimilislausum börnum kleift að nota það.

Leikmönnun hefur væntanlega verið kalt yfir nóttina þar sem hitastigið fór lægst niður í -4 stig á celsíus inn á vellinum

„Það gerir mig mjög stoltan að strákarnir skuli hafa gert þetta. Hver einasti leikmaður sem er ekki í aðalliðinu vildi taka þátt í þessu," sagði David Unsworth, þjálfari liðsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner