Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 26. nóvember 2016 16:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guardiola: Þetta er svo flókið
Guardiola var ánægður með karakterinn hjá sínum mönnum
Guardiola var ánægður með karakterinn hjá sínum mönnum
Mynd: Getty Images
„Það gerðist það sama hjá Arsenal, Liverpool og öllum þeim liðum sem koma hingað - þetta er svo flókið," sagði Pep Guardiola, stjóri Manchester City, eftir 2-1 sigur á Burnley í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Burnley komst yfir þegar Dean Marney skoraði með þrususkoti, en tvö mörk frá Sergio Aguero breyttu stöðunni fyrir City og þeir fóru glaðir heim til Manchester með þrjú stig á bakinu.

„Ég verð að læra hvernig á að stjórna þessum seinni boltum vegna þess að á Spáni og í Þýskalandi þá voru lið ekki mikið að vinna með það að spila á eins mörgum löngum boltum og jafnmörgum fyrirgjöfum og Burnley gerði í dag."

„Burnley voru hávaxnari og sterkari en við þannig að það var mjög erfitt fyrir okkur að takast á við þá. Þegar ég lít á heildarmyndina þá var þetta góð frammistaða hjá okkur, sérstakega í ljósi þess að það eru aðeins tveir dagar síðan við spiluðum í Meistardeildinni."

„Allir leikmennirnir sýndu mikinn karakter og við erum mjög ánægðir vegna þess að þessi vika var mjög mikilvæg fyrir okkur."


Guardiola talaði svo að lokum um dómara á Englandi.

„Hitt sem ég verð að læra um enskan fótbolta eru dómararnir. Stundum er það brot, stundum er það ekki. Ég er ekki að dæma þá, en þetta er allt öðruvísi hérna en í öðrum löndum."
Athugasemdir
banner
banner
banner