Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   lau 26. nóvember 2016 10:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Goal 
Mourinho: Við vitum að þetta er ekki búið
Mourinho telur að það sé enn möguleiki á titlinum
Mourinho telur að það sé enn möguleiki á titlinum
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, segir að sitt lið eigi enn möguleika á því að vinna ensku úrvalsdeildina þrátt fyrir frekar dapurt gengi í byrjun tímabils.

Fyrir leik helgarinnar gegn West Ham eru United-menn í sjötta sæti deildarinnar, níu stigum frá toppliði Chelsea, en þrátt fyrir það hefur Mourinho enn trú á verkefninu.

„Þegar ég vann minn síðasta titil fyrir 18 árum - afsakið fyrir 18 mánuðum - þá var ég með tíu stiga forskot á Manchester City og svo í einum mánuðinum þá var ég með jafnmörg stig og City," sagði Mourinho.

„Við töpuðum tíu stigum í lok desember og í byrjun janúar, svo náðum við að jafna okkur og vinna titilinn."

„Á meðan á tímabilinu stendur þá eru augnablik þar sem allt er á móti þér og svo koma líka augnablik þar sem allt er með þér. Við vitum að þetta er ekki búið, en raunveruleikinn er sá að það er fjarlægð og það eru mörg gæðalið."

„Þetta er mjög erfið keppni, en við ætlum okkur að taka einn leik í einu og sjá hvað gerist. Á morgun spilum við annan erfiðan leik, sjáum til hvort við getum náð í þrjú stig."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner