Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 26. nóvember 2016 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: BBC 
Obi Mikel: Við munum sjá hvað gerist í janúar
Obi Mikel hefur lengi verið á mála hjá Chelsea
Obi Mikel hefur lengi verið á mála hjá Chelsea
Mynd: Getty Images
John Obi Mikel, miðjumaður Chelsea, hefur gefið það í skyn að hann muni yfirgefa enska félagið þegar félagsskiptaglugginn opnar í janúar.

Obi Mikel er einn af reynslumestu mönnum Chelsea, sem situr á toppi ensku úrvalsdeildarinnar, en hann hefur ekkert komið við sögu á þessu tímabili.

„Ég mun halda áfram að gera mitt besta og ég verð tilbúinn ef kallið kemur," sagði Obi Mikel en hann ætlar að skoða möguleikana þegar félagsskiptaglugginn opnar. „Við munum sjá hvað gerist í janúar."

Landsliðsþjálfari Nígeríu gagnrýndi þá hjá Chelsea fyrr í þessum mánuði, en hann sagði enska félagið vera að refsa miðjumanninum fyrir að taka þátt á Ólympíuleikunum í sumar.

Það er spurning hvað gerist hjá Obi Mikel í janúar, en hann ætlar ekki að gefast upp.

„Ég hef aldrei verið mikið fyrir afsakanir og ég tek alltaf ábyrgð á hlutunum. Ég verð bara að halda áfram að æfa vel og reyna að sann­færa þjálf­ar­ann. Ég vonast til þess að spila aftur einn daginn."

Nígeríumaðurinn segist ekki sjá á eftir neinu á tíma sínum hjá Lundúnarfélaginu.

„Ég hef skrifað nafn mitt í sögubækurnar hjá þessu fótboltaliði og ég hef unnið fullt af titlum. Ég hef spilað tæpa 400 leiki og ég sé ekki á eftir neinu."

„Ég vil enn vinna meira og hjálpa liðinu. Leikmenn halda áfram í lífinu, en ég er rólegur varðandi janúar. Ég mun ræða við félagið til þess að finna bestu lausnina," sagði Obi Mikel að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner