Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 26. nóvember 2016 23:30
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Pochettino og Sissoko ósáttir?
Sissoko var ekki í hóp gegn Chelsea
Sissoko var ekki í hóp gegn Chelsea
Mynd: Getty Images
Athygli vakti að Moussa Sissoko var ekki í leikmannahópi Tottenham í leiknum gegn Chelsea í kvöld og vilja einhverjir miðlar meina að það sé vegna ósættist við þjálfara liðsins, Mauricio Pochettino.

Sissoko hefur ollið þó nokkrum vonbrigðum eftir að hafa verið keyptur til Tottenham í sumar eftir gott Evrópumót með Frakklandi.

Eftir tap gegn Monaco í Meistaradeildinni sagðist Pochettino að liðið hefði ekki nægilega mikla breidd til þess að spila bæði í Evrópu og ensku úrvalsdeildinni.

Því var Sissoko ósammála og sagðist Tottenham eiga vel heima á báðum stöðum. Þá var hann óánægður með að þurfa spila heimaleikina í Meistaradeildinni á Wembley en ekki á White Hart Lane

Hvort þetta hafi farið eitthvað illa í Pochettino vitum við ekki.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner