Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 26. nóvember 2016 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Daily Mail 
Red Bull og pasta lykillinn fyrir hlaupin hjá Boyd
George Boyd getur svo sannarlega hlaupið
George Boyd getur svo sannarlega hlaupið
Mynd: Getty Images
George Boyd, leikmaður Burnley, er sá leikmaður sem hleypur hvað mest í ensku úrvalsdeildinni og þar trónir hann á toppi listans yfir þá sem eru duglegastir að hlaupa.

Hann var spurður að því hvert leyndarmál sitt væri í viðtali við Daily Mail og hann segir það einfalt; hann borðar nóg af pasta og drekkur Red Bull með.

„Ég borða bara pasta og nóg af því," segir Boyd í viðtalinu við Daily Mail. „Ég fæ mér líka Red Bull á hverjum degi, tvær dósir af Red Bull. Það hjálpar örugglega. Þetta er bara vani sem ég er búinn að vera með síðan ég var hjá Peterborough. Ég fæ mér eina á morgnana áður en ég fer á æfingu."

„Svo fæ ég mér aðra þegar ég kem aftur heim. Ég á þrjú börn! Styrktarþjálfarinn hatar það að ég drekki svona mikið, en þetta virkar fyrir mig."

Þetta er eitthvað sem á ekki að virka fyrir fótboltamann í ensku úrvalsdeildinni, en þetta virkar svo sannarlega fyrir Boyd sem getur hlaupið endalaust. Hann segist heldur ekki forðast áfengi og er á engu sérstöku mataræði.

„Ég fæ mér (áfengan) drykk á viðeigandi tíma, ég drekk ekki á hverju kvöldi. Ég lfii ekki eins og munkur, en ég næ rétta jafnvæginu," segir Boyd ennfremur. „Ef þú leggur mikið á þig á æfingasvæðinu þá er það lykilatriði."

„Ég var vanur að hlaupa víðavangshlaup þegar ég var í grunnskóla, en ég var aldrei í einhverjum liðum eða eitthvað þannig. Þetta er bara náttúrulegt. Ég hef sýnt vinnusemi hjá öllum þeim félögum þar sem ég hef spilað; þú æfir eins og þú spilar," sagði þessi vinnusami leikmaður að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner