Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 26. nóvember 2016 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Sky Sports 
Rodgers: Ligg ekki í rúminu og hugsa um ferilskrána
Rodgers segir að þjálfaraferill sinn snúist ekki um að vinna titila
Rodgers segir að þjálfaraferill sinn snúist ekki um að vinna titila
Mynd: Getty Images
Brendan Rodgers, sem þjálfar nú Celtic í Skotlandi, segir að þjálfaraferill sinn snúist ekki bara um það að vinna titla.

Rodgers tók við Celtic í sumar og hann er bara einum sigri frá því að vinna sinn fyrsta titil með sínu nýja félagi. Sigur gegn Aberdeen á morgun mun færa Celtic skoska deildarbikarinn.

Rodgers segir þó að aðalmálið á sínum þjálfaraferli sé ekki að vinna titla, heldur að gera þá leikmenn sem hann þjálfar betri.

„Þegar ég byrjaði í þjálfun þá var það markmið mitt að bæta leikmenn, að þróa leikmen og ef ég yrði heppinn að vinna með liðum sem gætu barist um titla," sagði Rodgers.

„Margir þjálfarar, margir stjórar fá aldrei það tækifæri. Sumir fá það - þeir eru það heppnir að vinna með leikmönnum sem hafa tækifæri á að gera það."

„En það mun aldrei afmarka mig sem þjálfara, það gerir það kannski við aðra, en það verður aldrei þannig hjá mér. Ég vil auðvitað vinna, en ég ligg ekki í rúminu og hugsa um það sem ég hef á ferilskráni."
Athugasemdir
banner