Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 26. nóvember 2016 09:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rooney missir ekki fyrirliðabandið
Powerade
Rooney verður að öllum líkindum áfram með bandið hjá Englandi. Hér fagnar hann marki með Adam Lallana.
Rooney verður að öllum líkindum áfram með bandið hjá Englandi. Hér fagnar hann marki með Adam Lallana.
Mynd: Getty Images
Zaza kemur við í pakka dagsins
Zaza kemur við í pakka dagsins
Mynd: Getty Images
Það er komin helgi og því tilvalið að demba sér í allt helsta slúðrið úr ensku blöðunum.



Mál Wayne Rooney (31), fyrirliða enska landsliðsins, hefur verið hreinsað út af borðinu hjá enska knattspyrnusambandinu, en það þýðir að Rooney muni ekki fá refsingu eða verða sviptur fyrirliðabandinu. Rooney var myndaður blindfullur í brúðkaupi á liðshóteli enska landsliðsins. (Daily Mirror)

Jose Mourinho, stjóri Manchester United, mun reyna að kaupa Willian (28) frá sínum fyrrum félögum í Chelsea í janúar. (Daily Star)

Mourinho hefur varað hinn franska Anthony Martial (20) við því að tækifærin hjá honum séu að klárast. (Daily Mail)

Spænska stórliðið Barcelona er að undirbúa tilboð í Branislav Ivanovic (32), leikmann Chelsea. (Goal)

Antonio Conte, stjóri Chelsea, hefur áhuga á tveimur leikmönnum Fiorentina - miðjumanninum Milan Badelj (27) og varnarmanninum Nenad Tomovic (29). (Calciomercato.com)

Fyrrum stjóri Chelsea, hann Roberto Di Matteo, er eftirsóttur af 1860 München í Þýskalandi, þrátt fyrir að hafa bara enst í 124 daga í sínu síðasta starfi hjá Aston Villa. Avram Grant, annar fyrrum stjóri Chelsea, er líka á óskalista þýska liðsins. (Bild)

Arsenal fylgist með Boubacar Kamara (17), varnarmanni Marseille, sem á enn eftir að skrifa undir atvinnumannasamning. (L'Equipe)

Howard Webb, fyrrum úrvalsdeildardómari, hefur verið boðið að taka við starfi sem yfirmaður dómaramála í bandarísku MLS-deildinni. Hann hefur tvisvar farið í viðtal vegna starfsins. (Sun)

Klásúla í samningi sóknarmannsins Simone Zaza (25) mun ekki hafa áhrif á liðsvalið hjá Slaven Bilic, stjóra West Ham. Zaza er í láni hjá West Ham frá Juventus, en ef honum tekst að leika tíu leiki neyðist West Ham til þess að borga 17,5 milljónir punda fyrir sóknarmanninn, sem á enn eftir að skora mark í úrvalsdeildinni. (Squawka)

Framtíð markvarðarins Adrian (29), sem leikur með West Ham, er í óvissu, en Bilic er að leita sér að nýjum manni til þess að hafa á milli stangana. (Daily Mail)

Stoke vonast til þess að geta keypt Saido Berahino (23), sóknarmann West Brom, á 12 milljónir punda í janúar, þrátt fyrir að 20 milljón punda tilboði þeirra í sumar hafi verið hafnað. (Sun)

Tony Pulis, stjóri West Brom, vill kaupa Jay Rodriguez (29) frá Southampton í janúar. (Daily Telegraph)

Rodriguez er líka á óskalista Hull City fyrir janúar og þar er hann efstur á blaði. (Hull Daily Mail)

David Moyes, stjóri Sunderland, viðurkennir það að markvörðurinn Jordan Pickford (22), gæti farið í janúar ef stórt tilboð berst í hann. (Daily Mail)

Ronald Koeman, stjóri Everton, segir að það yrði ekkert vesen fyrir hann að kaupa leikmenn frá sínu fyrrum félagi, Southampton. (Daily Star)
Athugasemdir
banner
banner
banner