Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 26. nóvember 2016 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Goal 
Segist hafa hafnað Real Madrid fyrir Monaco
Fabinho kann vel við sig hjá Monaco
Fabinho kann vel við sig hjá Monaco
Mynd: Getty Images
Bras­il­íski varn­ar­maður­inn Fabin­ho, sem er á mála hjá Monaco í Frakklandi, seg­ir það góða ákvörðun að hafa yf­ir­gefið Real Madrid.

Þessi 23 ára gamli Fabinho lék fyr­ir B-lið Real Madrid, Castilla, fyr­ir þrem­ árum, en hann ákvað að hafna tæki­færi á því að leika þar áfram og fór þess í stað til Monaco þar sem hann hef­ur gert vel.

„Ég var að spila mitt fyrsta tímabil sem atvinnumaður í Frakklandi. Það var erfitt í fyrstu vegna þess að deildin hérna er allt öðruvísi," sagði Fabinho.

„Ég lærði tungumálið og þá varð þetta betra. Þetta var góð reynsla - ég hefði getað verið áfram hjá Castilla (B-lið Real Madrid). Ég veit ekki hvort það hafi verið of snemmt fyr­ir mig að fara en ég vildi fara til Monaco."

„Ég hef komið mér vel fyrir Monaco, við höfum byrjað vel á þessu tímabili og ég er einbeittur á þá."
Athugasemdir
banner
banner