Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 26. nóvember 2016 17:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Ronaldo með bæði í naumum sigri
Ronaldo setti bæði mörk Real Madrid
Ronaldo setti bæði mörk Real Madrid
Mynd: Getty Images
Real Madrid 2 - 1 Sporting Gijon
1-0 Cristiano Ronaldo ('5 , víti)
2-0 Cristiano Ronaldo ('18 )
2-1 Carlos Carmona ('35 )
2-1 Duje Cop ('78 , Misnotað víti)

Spænska stórveldið Real Madrid lenti í vandræðum með botnbaráttulið Sporting Gijon í spænsku úrvalsdeildinni. Madrídingar gátu náð sjö stiga forskoti með sigri.

Risarnir úr höfuðborginni mættu miklu sterkari til leiks og svo virtist sem þeir ætluðu að rúlla yfir Sporting Gijon. Cristiano Ronaldo setti tvö mörk snemma leiks, en gestirnir náðu að minnka muninn á 35. mínútu með marki frá Carlos Carmona.

Staðan var 2-1 í hálfleik fyrir Real Madrid, en í seinni hálfleiknum fengu gestirnir dauðafæri til þess að jafna þegar þeir fengu vítaspyrnu. Á punktinn fór hinn króatíski Duje Cop, en hann skaut boltanum í slána.

Lokatölur urðu því 2-1 fyrir Real Madrid sem er núna með sjö stiga forskot á toppi spænsku deildarinnar. Sporting Gijon er í 18. sæti með níu stig.

Það er hægt að sjá stöðutöfluna í deildinni hér að neðan, en það gæti tekið smá tíma fyrir hana að uppfæra sig.
Stöðutaflan Rússland Efsta deild - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Zenit 23 14 5 4 43 20 +23 47
2 FK Krasnodar 24 13 7 4 38 23 +15 46
3 Dinamo 23 10 8 5 36 31 +5 38
4 CSKA 23 9 10 4 43 31 +12 37
5 Lokomotiv 23 9 10 4 38 31 +7 37
6 Kr. Sovetov 23 10 6 7 41 33 +8 36
7 Spartak 23 10 5 8 29 28 +1 35
8 Rostov 23 9 7 7 35 33 +2 34
9 Rubin 23 9 5 9 20 29 -9 32
10 Nizhnyi Novgorod 23 8 4 11 21 26 -5 28
11 Orenburg 23 6 8 9 27 30 -3 26
12 Fakel 24 6 8 10 19 27 -8 26
13 Ural 23 6 5 12 22 36 -14 23
14 Baltica 23 5 5 13 21 27 -6 20
15 Akhmat Groznyi 23 5 5 13 21 36 -15 20
16 Sochi 23 4 6 13 24 37 -13 18
Athugasemdir
banner
banner
banner