Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 26. nóvember 2016 22:00
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Spánn: Sevilla með sigur
Pareja skoraði sigurmark Sevilla í dag
Pareja skoraði sigurmark Sevilla í dag
Mynd: Getty Images
Pablo Piatti skoraði tvö mörk fyrir Espanyol
Pablo Piatti skoraði tvö mörk fyrir Espanyol
Mynd: Getty Images
Síðasta leik dagsins í spænsku úrvalsdeildinni var að ljúka með heimasigri Sevilla

Sevilla fékk lið Valencia í heimsókn í kvöld. Liðin eru í baráttu á sitt hvorum enda deildarinnar. Sevilla í toppbaráttu en Valencia í botnbaráttu.

Eftir markalausan fyrri hálfleik komust heimamenn í Sevilla yfir með sjálfsmarki Ezequiel Garay. Gestirnir jöfnuðu 12 mínútum síðar en það var svo Nicolas Pareja sem tryggði Sevilla sigurinn með marki er stundafjórðungur var eftir af leiknum.

Með sigrinum komst Sevilla í annað sæti deildarinnar en Valencia eru í því sextánda, tveimur stigum frá fallsæti.

Fyrr í kvöld fékk lið Espanyol lið Leganes í heimsókn í dag og sigraði heimaliðið örugglega 3-0 þar sem Pablo Piatti skoraði tvö mörk.


Spænska úrvalsdeildin:

Espanyol 3 - 0 Leganes
1-0 Gerard Moreno ('47 )
2-0 Pablo Piatti ('51 )
3-0 Pablo Piatti ('88 )


Sevilla 2 - 1 Valencia
1-0 Ezequiel Garay ('53 , sjálfsmark)
1-1 Munir El Haddadi ('65 )
2-1 Nicolas Pareja ('75 )


Athugasemdir
banner