Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 26. nóvember 2016 16:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Dortmund níu stigum á eftir toppliðinu eftir tap
Dortmund er að skrá sig út úr titilibaráttunni
Dortmund er að skrá sig út úr titilibaráttunni
Mynd: Getty Images
Dahoud skoraði fyrir Gladbach gegn Hoffenheim
Dahoud skoraði fyrir Gladbach gegn Hoffenheim
Mynd: Getty Images
Borussia Dortmund á erfitt verkefni fyrir höndum í titilbaráttunni eftir tap gegn Eintracht Frankfurt í dag. Szabolcs Huszti kom Frankfurt yfir, en markamaskínan Pierre Emerick Aubameyang jafnaði á 77. mínútu. Dortmund náði ekki að halda á jöfnu lengi því aðeins tveimur mínútum síðar tryggði Haris Seferovic sigur Frankfurt og urðu lokatölur 2-1.

Dortmund er eftir þetta tap níu stigum á eftir toppliði RB Leipzig, sem hefur komið á öllum á óvart með frammistöðum sínum. Það er erfið barátta framundan hjá Dortmund, en á sama tíma og þeir töpuðu í dag voru fjórir aðrir leikir spilaðir.

Hoffenheim er enn taplaust eftir 1-1 jafntefli gegn Borussia Mönchengladbach í dag. Hinn efnilegi Mahmoud Dahoud kom Gladbach yfir, en snemma í seinni hálfleiknum jafnaði Nadiem Amiri fyrir Hoffenheim og þar við sat. Hoffenheim er í fimmta sæti, en Gladbach er í því þrettánda.

Augsburg tókst ekki að skora í fjarveru Alfreðs Finnbogasonar, en liðið gerði markalaust jafntefli gegn Köln á útivelli. Hamburger og Werder Bremen gerðu einnig jafntefli og sömu sögu er að segja af Ingolfstadt og Wolfsburg.

Borussia M. 1 - 1 Hoffenheim
1-0 Mahmoud Dahoud ('25 )
1-1 Nadiem Amiri ('53 )

Köln 0 - 0 Augsburg

Hamburger 2 - 2 Werder
1-0 Michael Gregoritsch ('3 )
1-1 Fin Bartels ('14 )
2-1 Michael Gregoritsch ('28 )
2-2 Serge Gnabry ('45 )

Ingolstadt 1 - 1 Wolfsburg
0-0 Moritz Hartmann ('18 , Misnotað víti)
1-0 Anthony Jung ('31 )
1-1 Daniel Caligiuri ('78 )

Eintracht Frankfurt 2 - 1 Borussia D.
1-0 Szabolcs Huszti ('46 )
1-1 Pierre Emerick Aubameyang ('77 )
2-1 Haris Seferovic ('79 )

Leikur Bayern München og Bayer Leverkusen hefst klukkan 17:30 og hann er sýndur í beinni á Stöð 2 Sport 2.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner