Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 26. nóvember 2016 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland í dag - Bayern og Bayer mætast í beinni
Bayern er í öðru sæti þýsku deildarinnar
Bayern er í öðru sæti þýsku deildarinnar
Mynd: Getty Images
Það er þetta hefðbundna í þýsku Bundesligunni í dag. Það eru sex hörkuleikir á dagsskrá í dag; fimm þeirra hefjast klukkan 14:30 og lokaleikurinn er svo klukkan 17:30. Þetta eru leikir í 12. umferð.

Dagurinn hvað varðar þýska boltann hefst klukkan 14:30, en þá eru eins og hér áður segir fimm leikir á dagskrá. Hæst ber að nefna leik Eintracht Frankfurt og Borussia Dortmund, en Dortmund getur komist upp að hlið Bayern með sigri.

Hoffeinheim, sem hefur ekki enn tapað leik, mætir Borussia Mönchengladbach, Köln og Augsburg mætast, en ólíklegt þykir að Alfreð Finnbogason spili þar sem hann er meiddur. Hamburger SV og Werder Bremen eigast við og þá mætast einnig Ingolfstadt og Wolfsburg.

Lokaleikur dagsins er svo leikur stórliðs Bayern München og Bayer Leverkusen í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Bayern er í öðru sæti deildarinnar, sex stigum á eftir RB Leipzig, en það er ekki staður þar sem þeir vilja vera.

Laugardagur 26. nóvember
14:30 Borussia Mönchengladbach - Hoffenheim
14:30 Eintracht Frankfurt - Borussia Dortmund
14:30 Köln - Augsburg
14:30 Hamburger SV - Werder Bremen
14:30 Ingolstadt - Wolfsburg
17:30 Bayern München - Bayer Leverkusen
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner