Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 26. nóvember 2016 12:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tyrkland: Ólafur Ingi spilaði allan leikinn í góðum sigri
Ólafur Ingi Skúlason
Ólafur Ingi Skúlason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kardemir Karabükspor 2 - 0 Gaziantepspor
1-0 Mustapha Yatabaré ('18 )
2-0 Abdou Razak Traoré ('34, víti)
Rautt spjald: Daniel Kolar, Gaziantepspor ('24 )

Landsliðsmaðurinn Ólafur Ingi Skúlason var í byrjunarliði Kardemir Karabükspor í tyrkneska boltanum í dag. Lið hans mætti Gaziantepspor í úrvalsdeildinni þar í landi og hafði betur.

Mustpha Yatabaré kom Karabükspor yfir á 18. mínútu, en sex mínútum síðar var Daniel Kolar, leikmaður Gaziantepspor, rekinn af velli. Heimamenn í Karabükspor kláruðu svo leikinn á 34. mínútu þegar Abdou Razak Traoré skoraði úr vítaspyrnu.

Það var ekkert mark skoraði í seinni hálfleiknum og lokatölur urðu 2-0 fyrir heimamenn í Karabükspor, sem unnu sinn fyrsta leik eftir fjóra leiki án sigurs.

Ólafur Ingi spilaði allan leikinn, en hann er búinn að koma við sögu í öllum leikjum tyrkneska liðsins á þessu tímabili.

Karabükspor er núna eftir þennan sigur með 17 stig í sjötta sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner