Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 26. nóvember 2017 16:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Henry fann til með Gylfa: Aumingja maðurinn
Mynd: Getty Images
Thierry Henry, einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi, fann til með Gylfa Sigurðssyni þegar hann fylgdist með leik Everton og Southampton í dag.

Everton tapaði 4-1 og Gylfa var spilað út úr stöðu. Gylfi átti að vera í holunni en var fljótlega kominn út á vinstri kant.

„Aumingja maðurinn," sagði Henry, sem gerði garðinn frægann með Arsenal á sínum tíma.

„Hann þurfti að verjast meira en hann á að gera, stundum var hann við hornfánann, að elta varnarmenn, stundum vissi hann ekki sjálfur hvar hann var. En þarna viltu sjá hann," sagði Henry eftir að Gylfi hafði skorað, en hann skoraði mark Everton í leiknum.

Markið var af dýrari gerðinni. Gylfi fór illa með varnarmann Southampton áður en hann hlóð í skotið, sem fór í slána, stöngina, aftur í slána og síðan inn.

Markið má sjá með því að smella hér.

Stuðningsmenn Everton voru margir hverjir sammála Henry.







Athugasemdir
banner
banner
banner
banner