Newcastle vill læra af síðasta sumri - Arsenal í baráttu við PSG um leikmann - Man Utd búið að krækja í ungan leikmann
   fim 26. desember 2013 11:21
Magnús Már Einarsson
Aron Jó lenti í Glasgow - Ekki á leið til Celtic
Stuðningsmenn Celtic hafa farið mikinn á Twitter í morgun eftir að Aron Jóhannsson, framherji AZ Alkmaar, birti mynd af flugvellinum í Glasgow.

Aron hefur af og til verið orðaður við Celtic að undanförnu en í morgun birti hann mynd af flugvellinum í Glasgow og skrifaði: ,,Var að lenda #áhugavert."

Aron er hins vegar ekki á leið til Celtic heldur var hann að millilenda í Glasgow á leið sinni til Dubai.

Þar ætlar Aron að vera yfir áramótin og njóta vetrarfrísins í hollenska boltanum.

Næsti leikur Arons með AZ er ekki fyrr en 18. janúar en þá mætir liðið NAC Breda.
Athugasemdir
banner